http://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 961 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 07:01

Live grind

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
rss
Áhugaverð pókerferð til London
  Lortur, Jan 02 2014

Jæja, loksins hef ég haft tíma til að setjast niður og henda í eina góða færslu handa ykkur pókerunnendur!

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í spilun. Ég er búin að fara tvisvar til London núna á rúmum 3 mánuðum. Ég ákvað að fara aftur eftir að fyrra grindið gékk vonum framar.

Ég og frændi minn skelltum okkur í október síðastliðnum og ákváðum að taka cash game-ið og gjörsamlega eyðileggja það. Sem tókst! Ég rúllaði út í eitthverjum 7þúsund pundum eftir að hafa farið inn fyrir 300. Og frændinn endaði í solid 2500pundum. Við spiluðum 1/2 allan tímann og vorum orðnir vel drukknir þegar við ákvaðum að casha út eftir rúmlega 13 tíma spilun.

Ég ætla að segja ykkur frá einni góðri hönd sem ég lenti í.

Ég vakna með Jc5c í litla blind. Það er pakkað að hnappnum og hann hækkar í 6pund, ég náttúrulega ver minn litla blind og kalla, stóri blindur gerir slíkt hið sama. Á aðalstrætinu kemur upp Jh2c3c. Ég checka, stóri checkar og hnappurinn (sem var eitthver aldraður Talibani) hækkar ágætlega. Ég flatta, stóri pakkar. Breska daman snýr síðan við sexu í klúbb á turninu. Ég kominn með litinn og tek bankið. Talibaninn hækkar duglega, ég ákveð að flatta eftir smá umhugsunartíma. Þarna var komin góður pottur, sem ég varð að landa. Sú breska endir svo drauma á fyrir mig.... 4c. Þarna hugsaði ég hreinlega.. "hvernig fæ ég mesta peninginn úr þessari hönd. Eftir um 5min hugsun ákveð ég að banka. Talibaninn hugsar og hugsar og hugsar, hrindir síðan staflanum sínum í miðjuna.. sem voru um 2000pund. Ég snappkalla að sjálfsögðu og sína litaröðina, hann þrumar höndinni sinni í mökkið og segist hafa verið með Ac9c. Sem er mjög trúanlegt. Sick hönd og góð 6000pund til mín.

Þetta fékk mig til að vera varkár með staflann minn, og spilaði ég færri hendur en ég var búin að gera, og ákvað þess í stað að drekka meira.

Seinni ferðin gékk ekki eins vel og sú fyrri, enda var erfitt að bæta hana. Við fjölskyldan skelltum okkur út, bæði til að hafa það kósý og svo ætlaði ég að spila líka eitthvað.

Ég skutlaðist niður á Casino á laugardeginum og henti mér í 1/2 með 500 pund. Ég vildi vera djúpur, því ég ætlaði að vera stutt og spila aggró. Og þar sem þetta er að verða svolítil langloka þá endaði ég í 3800pundum. Sem ég var mjög sáttur með fyrir 3tíma spilun.

En ég er alveg að sofna hérna, þannig ég ætla að henda þetta á einni skemmtilegri sögu sem gerðist á áramótunum.

Umtalaði frændi minn bauð mér í heima geim á Arnanesinu. Þeir voru að spila 200/500 og djúpir staflar á borðinu. Ég hafði hægt um mig í byrjun en þegar leið á kom skemmtileg hönd;

Einhver helvítis excel kóngur úr fjármálageiranum hélt að 55 á borðinu A5AKJ væri gott á móti mér. Ég sat hinsvegar á AK og hirti mánaðarlauninn hans. Sem var frekar þæginlegt og endaði ég rúma eina og hálfa kúlu upp.

En ætla að kveðja að sinni og óska öllum spilurum gleðilegs nýs árs.

Þangað til næst
Lortur0 votes

Athugasemdir (8)


"Íslandsmótið 2013"
  Lortur, Oct 15 2013

Sælar og Sælir, ég verð að henda inn einni færslu hérna um fiskafestivalið sem var nú um liðna helgi.

Ég ákvað það ekki fyrr en seint á föstudagskvöldinu að rúlla niður á hótel og skrá mig til leiks eftir að ég sá hverjir voru skráðir.
Mér fannst nefnilega ótrúlegt að sjá hversu margir lélegir spilarar voru skráðir. Voru þeir þarna bara til að eyðileggja fyrir betri spilurunum eða? Ég lenti örugglega svona 5sinnum í því að vera kallaður niður með gutter sem lenti á ánni, bottom pair sem varð að trips á ánni eða því um líkt. Hrikalegt alveg.

En mótið gékk mjög vel framan af og var ég kominn í fínan stakk eftir dag 1. Fór inn í dag 2 með rúm 60k. Það var svo seint á degi 2 þegar ég dett út... svona;
Steini kemur til mín og segir mér að fara á borð 4 í sæti 8. Ég var nokkuð hress með það, þar sem ég var á leiðinlegu borði. Nýja borðið lúkkaði vel í fyrstu, allt spilarar sem ég kannaðist ekki við, þannig það var fínt.
Ég byrja að bjóða í fyrstu hönd með JhTh og fæ kall frá stóra blind. Flopið les 8h9h7s, ég bara "næs, með þetta steindautt" villian checkar og ég býð 1/2 pot, villian kallar. Turnið les 6h, flushið mitt lent og ég býð þokkalegri sprengju og villian hrindir öllu inn á núll einni. Ég tanka, og fer að setja hann á hærri lit, en þar sem ég er búin að comitta mig í kall, þá geri ég það. Villian sýnir Ax7h og segir "ég er með flush" ég svara "ha? neei? .. villian: "fokk ég hélt ég væri komin með flushið". Gjafarinn hendir ánni niður og það er náttúrulega ekkert annað en 5h. Sem gefur honum straight flush og ég út.

Þannig fór þetta í ár, og er ég nýbúinn að jafna mig á þessum cooler. Einn sá mesti hingað til.

En ég ætla klárlega að mæta á laugardaginn og fylgjast með félaga mínum Adrian. Við kynntumst fyrir rúmum 5 árum þegar ég var á ferð minni um Canada. Topp gæi þar á ferðinni og fékk ég hann að koma til Íslands að spila þetta mót. Hann er mjög líklega að fara að taka þetta niður, annað væri sláandi.

En ég vil þakka PSÍ fyrir þetta mót, þó að það væri gaman að geta "cappað" fiskana. Annars var bara vel að öllu staðið og glæsileg helgi að baki.
Ég vil að lokum óska öllum þeim spilurum sem náðu í pening, til hamingju.

Þangað til næst
Lortur
0 votes

Athugasemdir (6)


Lítið að gerast..
  Lortur, Feb 13 2013

Jæja, hendum eitthverju hérna niður...

Ég er búin að vera lélegur í grindinu síðustu misseri, enda var kallinn að verða faðir Allt það gékk bara mjög vel og konunni og guttanum heilsast vel.

Það er við hæfi að byrja þessa frásögn á ferðinni sem ég fór í til London ásamt félaga mínum. Spiluðum mikinn póker og helltum vel í okkur þessa helgi. Félaginn er nú ekki mikill pókerspilari sjálfur en náði þó að raka eitthverjum pundum inn í þessari ferð. Við spiluðum aðallega cash game-in á Casino-inu Empire, að mig minnir, sem er fáranlega flott í miðri London.
Ætla nú ekki að fara út í eitthverjar sérstakar hendur frá þessari ferð, en þetta gékk vonum framar hjá okkur báðum. Ég endaði upp um eitthver 2000pund og félaginn eitthver 300. Þannig við vorum bara nokkuð brattur þegar ferðin var á enda.

Það sem er svona annað að frétta, þá náði ég að taka út á Pokerstars.fr loks eftir smá basl, og ákvað ég að leika mér með þann aur aðeins í live póker spilun. Þetta var allt fyrir um mánuði síðan, þá kíkti í eitthver mót þarna og tók svo oftar en ekki smá CG líka. Það er alveg fáranlegt hvað maður elskar að spila live, þegar maður hefur ekki gert það lengi! Hvað þá að vera oftar upp en niður í cash game-inu eftir langa spilun. Það er líka svo gaman að þessum köllum þarna... Gauta, Arnórunum, Viktori, Þóri, Vigga og fleirum meisturum. Ég á klárlega eftir að mæta á næstu vikum í gott game. Þetta er líka bara félagsskapurinn... hvað er betra en að sitja og spila með einn kaldann og flottum félögum?

En á síðustu sunnudögum hef ég verið duglegur að spila online. Komst til að mynda langt í Sunday 500 fyrir nokkru, en var bustaður út frekar illa. Button shippaði 12BB með TsTc fékk kall frá stóra, borðið rann út ThAs3s 9c 2c .. þá ákvað þessi fagmaður að kalla með 5h4h . : Svo fór ég líka í eitthvern smá pening í SundayM síðasta sunnudag, en það var svo lítið, þannig við förum ekkert nánar í það!

Varðandi komandi tíma hjá nýbakaða pabbanum þá ætlar hann að sleppa öllu grindi næsta mánuðinn allavega og eyða tíma með prinsinum og mæta svo tvíefldur í grindið.

Ætlaði bara að henda inn einni færslu svona upp á funnið, sem varð reyndar aðeins lengri en ég ætlaði mér.

Vonandi að ég sjái ykkur öll fersk á Gullöldinni eftir ca. mánuð

Lifið heil
Lortur0 votes

Athugasemdir (3)
Næsta síða


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir